Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 15:45 Þór/KA vann góðan sigur í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks og gestirnir að norðan unnu 2-1 sigur. Það má segja að leikurinn hafi hafist strax við upphafsflautu. Tiffany Mc Carty, framherji Þór/KA, fékk þá boltann úti vinstra megin og sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn. Eftir smá bras mætti Sanda María Jessen, kom boltanum framhjá Evu Ýr, markverði Aftureldingar, og í netið. Með markinu varð Sandra María sú markahæsta í sögu Þór/KA og því tímamótamark fyrir hana og liðið. Lítið gerðist á næstu 10-15 mínútum en smátt og smátt tóku Afturelding yfir leikinn. Mosfellingar héldu boltanum mjög vel og áttu mjög góða spilakafla þrátt fyrir að hafa gengið erfiðlega að skapa sér færi. Það gerðu þær hins vegar á 41. mínútu eftir að Birna Kristín Björnsdóttir sendi langa sendingu aftur fyrir varnarlínu Þór/KA beint á Kristínu Þóru, fyrirliða Aftureldingar. Kristín Þóra átti mjög góðan sprett í átt að marki Þór/KA, lék á varnarmann áður en hún reyndi skot við vítateigslínuna. Skotið var óverjandi fyrir Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þór/KA og heimastúlkur jöfnuðu metin. Hálfleikstölur 1-1. Síðari hálfleikur hófst á sama máta og sá fyrri endaði. Afturelding með boltann og Þór/KA lágu til baka. Liðin fengu bæði færi til þess að komast yfir en illa gekk að nýta þau. Það var ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Þór/KA fékk hornspyrnu. Andrea Mist sendi góða sendingu inn í teiginn þar sem Arna Eiríksdóttir mætti af harðfylgi og skallaði boltann í netið. Gegn gangi leiksins var lið gestanna komið yfir og heimastúlkur svekktar. Afturelding reyndi að setja pressu á norðanstúlkur það sem eftir lifði leiks uppskáru ekki erfiðið. Lokatölur 1-2 og Þór/KA fylgir vel á eftir sigri sínum gegn Val í síðustu umferð. Af hverju vann Þór/KA? Þær voru yfirvegaðar þrátt fyrir að Afturelding stýrði leiknum. Það sést vel ef maður horfir til baka yfir leikinn að þær búa yfir meiri reynslu og meiri yfirvegun heldur en nýliðarnir og það varð Aftureldingu að falli í dag. Þór/KA hélt sínu striki og að einhverju leyti virtust þær búa yfir það miklu sjálfstrausti að þær myndu alltaf skora. Hverjar voru bestar? Arna Eiríksdóttir var mjög öflug í liði Þór/KA í dag. Örugg og sterk í vörninni auk þess að gera sigurmarkið undir lokin. Kristín Þóra og Jade Gentile í sóknarlínu Aftureldingar voru sífellt hættulegar og erfiðar við að eiga í dag. Hvað gerist næst? Þór/KA fer upp í 6 stig í deildinni og freista þess að fara upp í 9 stig gegn Selfossi fyrir norðan laugardaginn 14. maí kl. 16:00. Afturelding eru, líkt og fyrr segir, með 0 stig á botni deildarinnar eftir 3 umferðir. Þær munu fá stig ef þær halda áfram að spila líkt og þær gerðu í dag en þær þurfa að byrja að reyna gegn Keflavík í Keflavík föstudaginn 13. maí kl. 19:15. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Þór Akureyri KA Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Jón Stefán Jónsson: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. 8. maí 2022 16:35
Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks og gestirnir að norðan unnu 2-1 sigur. Það má segja að leikurinn hafi hafist strax við upphafsflautu. Tiffany Mc Carty, framherji Þór/KA, fékk þá boltann úti vinstra megin og sendi góða fyrirgjöf inn í teiginn. Eftir smá bras mætti Sanda María Jessen, kom boltanum framhjá Evu Ýr, markverði Aftureldingar, og í netið. Með markinu varð Sandra María sú markahæsta í sögu Þór/KA og því tímamótamark fyrir hana og liðið. Lítið gerðist á næstu 10-15 mínútum en smátt og smátt tóku Afturelding yfir leikinn. Mosfellingar héldu boltanum mjög vel og áttu mjög góða spilakafla þrátt fyrir að hafa gengið erfiðlega að skapa sér færi. Það gerðu þær hins vegar á 41. mínútu eftir að Birna Kristín Björnsdóttir sendi langa sendingu aftur fyrir varnarlínu Þór/KA beint á Kristínu Þóru, fyrirliða Aftureldingar. Kristín Þóra átti mjög góðan sprett í átt að marki Þór/KA, lék á varnarmann áður en hún reyndi skot við vítateigslínuna. Skotið var óverjandi fyrir Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þór/KA og heimastúlkur jöfnuðu metin. Hálfleikstölur 1-1. Síðari hálfleikur hófst á sama máta og sá fyrri endaði. Afturelding með boltann og Þór/KA lágu til baka. Liðin fengu bæði færi til þess að komast yfir en illa gekk að nýta þau. Það var ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Þór/KA fékk hornspyrnu. Andrea Mist sendi góða sendingu inn í teiginn þar sem Arna Eiríksdóttir mætti af harðfylgi og skallaði boltann í netið. Gegn gangi leiksins var lið gestanna komið yfir og heimastúlkur svekktar. Afturelding reyndi að setja pressu á norðanstúlkur það sem eftir lifði leiks uppskáru ekki erfiðið. Lokatölur 1-2 og Þór/KA fylgir vel á eftir sigri sínum gegn Val í síðustu umferð. Af hverju vann Þór/KA? Þær voru yfirvegaðar þrátt fyrir að Afturelding stýrði leiknum. Það sést vel ef maður horfir til baka yfir leikinn að þær búa yfir meiri reynslu og meiri yfirvegun heldur en nýliðarnir og það varð Aftureldingu að falli í dag. Þór/KA hélt sínu striki og að einhverju leyti virtust þær búa yfir það miklu sjálfstrausti að þær myndu alltaf skora. Hverjar voru bestar? Arna Eiríksdóttir var mjög öflug í liði Þór/KA í dag. Örugg og sterk í vörninni auk þess að gera sigurmarkið undir lokin. Kristín Þóra og Jade Gentile í sóknarlínu Aftureldingar voru sífellt hættulegar og erfiðar við að eiga í dag. Hvað gerist næst? Þór/KA fer upp í 6 stig í deildinni og freista þess að fara upp í 9 stig gegn Selfossi fyrir norðan laugardaginn 14. maí kl. 16:00. Afturelding eru, líkt og fyrr segir, með 0 stig á botni deildarinnar eftir 3 umferðir. Þær munu fá stig ef þær halda áfram að spila líkt og þær gerðu í dag en þær þurfa að byrja að reyna gegn Keflavík í Keflavík föstudaginn 13. maí kl. 19:15. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Þór Akureyri KA Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Jón Stefán Jónsson: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. 8. maí 2022 16:35
Jón Stefán Jónsson: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. 8. maí 2022 16:35
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti