Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 10:40 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Hann telur tímabært að endurskoða áfengisslöggjöfina. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“ Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“
Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun