Til dæmis hefur hún þakið ruslaskýlið sitt með dásamlegum sígrænum plöntum. Hún er með lífrænan hrauk í garðinum þar sem hún ræktar bæði blóm og ýmislegt ætilegt.
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sýndi hún síðan hvernig hægt sé að setja niður dásamlega falleg sumarblóm og byrja að njóta strax.
Einnig fer Auður yfir það hvernig maður setur niður salathausa beint úr búðinni þannig að hægt sé að nota í salat í allt sumar og ekki þarf endalaust að kaupa nýtt salat.
Vala Matt hitti Auði og fékk að kynnast nokkrum grænum trixum en innslagið má sjá hér að neðan.