Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira