Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. maí 2022 08:01 Á milli 150 og 160 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar. Og það er metár. vísir Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. „Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
„Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira