Engin stemming fyrir sameiningu á Seltjarnarnesi Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 16:00 Hart var tekist á um bæjarstjórnarmál á Seltjarnarnesi í Pallborði Vísis. Þar var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaður um að reka kreddufulla stefnu sem stæðist ekki skoðun: Ekki væri bæði hægt að lækka útsvar og auka þjónustu. vísir/vilhelm Hart var sótt að nýjum oddvita Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í fjörugum pallborðsumræðum á Vísi. Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið Vísis og tókust á fyrir komandi kosningar. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins telja að nú kunni að sjá fyrir enda á 72 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um kreddufulla stefnu sem ekki gangi upp Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins en hann er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar sem var bæjarstjóri á Nesinu frá 1962 til 2002 eða í fjörutíu ár. Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar og óháðra mætir í þáttinn ásamt Karli Pétri Jónssyni oddvita Framtíðarinnar voru mættir til leiks og óhætt er að segja að þeir hafi boðið upp á frísklegar umræður. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum sem hér er neðar. Framan af þætti sóttu bæði Karl Pétur og Guðmundur Ari hart að Þór og sökuðu hann um að standa fyrir kreddufull sjónarmið, að vilja standa vörð um það að Seltjarnarnes væri skattaparadís með lægstu útsvarpsprósentu sem um getur á landsvísu en staðan væri einfaldlega sú að nú væri íbúasamsetningin þannig að stór hluti væri barnafólk, sem væru kröfuharðir kjósendur sem ekki sættu sig við lágt þjónustustig sem óhjákvæmilega er fylgisfiskur lágrar skattheimtu. Guðmundur Ari, oddviti Samfylkingar og óháðra, lagði á það ríka áherslu að ef það eigi að vera hægt að auka þjónustu, og sú er krafa íbúa, þá verði að vera hægt að hækka útsvar til jafns við það sem þekkist í öðrum sveitarfélögum.vísir/vilhelm Staðan á Seltjarnarnesi er nú sú að skuldastaðan hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Og húsakynni grunnskóla væru ónýt. Áttatíu og fimm prósent kostnaðar við skólahald væru laun en það væri til lítils að velta því fé í rekstur þegar aðstaðan sé þannig að starfsmenn geti ekki starfað þar. Þá var Þór sakaður um að tromma fram með sama kosningaloforðið og fyrir fjórum árum: Að byggja nýjan leikskóla sem nauðsyn væri á en það væri ekki inni í myndinni að hann risi á næstunni. Og alls ekki ef ekki megi hækka útsvar. Vill draga útsvarpshækkunina til baka Sem sagt: Algerlega óábyrgt megi heita af hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara inn í kosningar nú og tala um að lækka skatta og bæta þjónustu. Það gangi ekki upp og uppfæra þurfi þá stefnu. Þór hafnaði því hins vegar alfarið að þjónustu hafi hrakað og honum þótti vont að heyra þá félaga sína tala um að „þjónustan hafi beygt af“ eins og hann orðaði það. Hann minnti á Covid-faraldurinn og að bæjarfélagið hafi þurft að mæta lífeyrisskuldbindingum, sem ekki væri hægt að tala um sem rekstrarvanda. Hann undirstrikaði að stefna Sjálfstæðisflokksins væri að draga til baka útsvarshækkun sem samþykkt var í bæjarstjórn á kjörtímabilinu til að mæta rekstrarörðugleikum en þá lagðist fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Torfi Álfþórsson, á sveif með minnihlutanum. Þór, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sagði að Seltirningar væru stoltir af sér og sínu og sameining við Reykjavík sé ekki svo mikið sem inni í myndinni.vísir/vilhelm Sé litið til þessa helsta ágreiningsefnis í bæjarfélaginu má segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun í minnihluta sem svo enn styður við hugmyndir þess efnis að valdatíð flokksins á Seltjarnarnesi sé ógnað í komandi kosningum. Og ekki ólíklegt að fái Framtíðin og Samfylking og óháðir til þess meirihluta verði fyrsti kostur á Nesinu sjórnarviðræður þeirra á milli Golfvöllurinn fer hvergi Fleira bar á góma en rekstrarstaða bæjarins. Þáttastjórnandi varpaði fram þeirri hugmynd, í spurningu sem snerist um breytta stöðu bæjarsjóðs og takmarkað byggingarland, hvort það kynni að vera lausn að losa sig við golfvöllinn og byggja þar? Þremenningarnir voru hjartanlega sammála um að það yrði seint. Golfvöllurinn væri mikil prýði og ekki væri vert að byggja á því svæði, sem væri sannkölluð náttúruparadís og eftirsóttur meðal ferðamanna. Og fulltrúar flokkanna voru einnig á einu máli spurðir; það væri nákvæmlega enginn vilji til staðar á Seltjarnarnesi að sameinast Reykjavík. Karl Pétur, oddviti Framtíðarinnar, vitnaði í nýlega könnun sem framboð hans hefur látið vinna sem sýnir að framlag bæjaryfirvalda til grunnskólans hafi farið lækkandi meðan fjölgað hefur þar. Þá sagði hann að ánægja íbúa með þjónustu, sem hafi verið með ágætum, sé nú komin niður í kjallara.vísir/vilhelm Þór sagði á að í gegnum tíðina hafi kosningar um hugsanlega sameiningu verið um 90 prósent nei á Nesinu. Seltirningum hafi boðist að taka yfir póstnúmer 107 en það hafi í raun strandað á því að þá þyrfti KR að heita Grótta. Hann sagði Seltirninga stolta af því hverjir þeir eru og þó þeim sé stundum núið því um nasir að njóta sambýlisins við höfuðborgina þá séu þeir með sína eigin hitaveitu og borgi höfðagjald fyrir kalt vatn úr Gvendarbrunnum. Karl Pétur benti á að það væru engin sérstakleg rekstrarleg rök fyrir því, yfirstjórn á Seltjarnarnesi væri ekki tiltakanlega dýr en hagkvæmari rekstrareining væri sex þúsund manna bæjarfélag en ekki 4.715 manna. Eins og áður sagði er þáttinn að finna hér ofar og er áhugafólk um stjórnmál og bæjarmálapólitík Seltirninga hvatt til að horfa á hann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Seltjarnarnes Pallborðið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið Vísis og tókust á fyrir komandi kosningar. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins telja að nú kunni að sjá fyrir enda á 72 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um kreddufulla stefnu sem ekki gangi upp Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins en hann er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar sem var bæjarstjóri á Nesinu frá 1962 til 2002 eða í fjörutíu ár. Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar og óháðra mætir í þáttinn ásamt Karli Pétri Jónssyni oddvita Framtíðarinnar voru mættir til leiks og óhætt er að segja að þeir hafi boðið upp á frísklegar umræður. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum sem hér er neðar. Framan af þætti sóttu bæði Karl Pétur og Guðmundur Ari hart að Þór og sökuðu hann um að standa fyrir kreddufull sjónarmið, að vilja standa vörð um það að Seltjarnarnes væri skattaparadís með lægstu útsvarpsprósentu sem um getur á landsvísu en staðan væri einfaldlega sú að nú væri íbúasamsetningin þannig að stór hluti væri barnafólk, sem væru kröfuharðir kjósendur sem ekki sættu sig við lágt þjónustustig sem óhjákvæmilega er fylgisfiskur lágrar skattheimtu. Guðmundur Ari, oddviti Samfylkingar og óháðra, lagði á það ríka áherslu að ef það eigi að vera hægt að auka þjónustu, og sú er krafa íbúa, þá verði að vera hægt að hækka útsvar til jafns við það sem þekkist í öðrum sveitarfélögum.vísir/vilhelm Staðan á Seltjarnarnesi er nú sú að skuldastaðan hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Og húsakynni grunnskóla væru ónýt. Áttatíu og fimm prósent kostnaðar við skólahald væru laun en það væri til lítils að velta því fé í rekstur þegar aðstaðan sé þannig að starfsmenn geti ekki starfað þar. Þá var Þór sakaður um að tromma fram með sama kosningaloforðið og fyrir fjórum árum: Að byggja nýjan leikskóla sem nauðsyn væri á en það væri ekki inni í myndinni að hann risi á næstunni. Og alls ekki ef ekki megi hækka útsvar. Vill draga útsvarpshækkunina til baka Sem sagt: Algerlega óábyrgt megi heita af hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara inn í kosningar nú og tala um að lækka skatta og bæta þjónustu. Það gangi ekki upp og uppfæra þurfi þá stefnu. Þór hafnaði því hins vegar alfarið að þjónustu hafi hrakað og honum þótti vont að heyra þá félaga sína tala um að „þjónustan hafi beygt af“ eins og hann orðaði það. Hann minnti á Covid-faraldurinn og að bæjarfélagið hafi þurft að mæta lífeyrisskuldbindingum, sem ekki væri hægt að tala um sem rekstrarvanda. Hann undirstrikaði að stefna Sjálfstæðisflokksins væri að draga til baka útsvarshækkun sem samþykkt var í bæjarstjórn á kjörtímabilinu til að mæta rekstrarörðugleikum en þá lagðist fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Torfi Álfþórsson, á sveif með minnihlutanum. Þór, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sagði að Seltirningar væru stoltir af sér og sínu og sameining við Reykjavík sé ekki svo mikið sem inni í myndinni.vísir/vilhelm Sé litið til þessa helsta ágreiningsefnis í bæjarfélaginu má segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun í minnihluta sem svo enn styður við hugmyndir þess efnis að valdatíð flokksins á Seltjarnarnesi sé ógnað í komandi kosningum. Og ekki ólíklegt að fái Framtíðin og Samfylking og óháðir til þess meirihluta verði fyrsti kostur á Nesinu sjórnarviðræður þeirra á milli Golfvöllurinn fer hvergi Fleira bar á góma en rekstrarstaða bæjarins. Þáttastjórnandi varpaði fram þeirri hugmynd, í spurningu sem snerist um breytta stöðu bæjarsjóðs og takmarkað byggingarland, hvort það kynni að vera lausn að losa sig við golfvöllinn og byggja þar? Þremenningarnir voru hjartanlega sammála um að það yrði seint. Golfvöllurinn væri mikil prýði og ekki væri vert að byggja á því svæði, sem væri sannkölluð náttúruparadís og eftirsóttur meðal ferðamanna. Og fulltrúar flokkanna voru einnig á einu máli spurðir; það væri nákvæmlega enginn vilji til staðar á Seltjarnarnesi að sameinast Reykjavík. Karl Pétur, oddviti Framtíðarinnar, vitnaði í nýlega könnun sem framboð hans hefur látið vinna sem sýnir að framlag bæjaryfirvalda til grunnskólans hafi farið lækkandi meðan fjölgað hefur þar. Þá sagði hann að ánægja íbúa með þjónustu, sem hafi verið með ágætum, sé nú komin niður í kjallara.vísir/vilhelm Þór sagði á að í gegnum tíðina hafi kosningar um hugsanlega sameiningu verið um 90 prósent nei á Nesinu. Seltirningum hafi boðist að taka yfir póstnúmer 107 en það hafi í raun strandað á því að þá þyrfti KR að heita Grótta. Hann sagði Seltirninga stolta af því hverjir þeir eru og þó þeim sé stundum núið því um nasir að njóta sambýlisins við höfuðborgina þá séu þeir með sína eigin hitaveitu og borgi höfðagjald fyrir kalt vatn úr Gvendarbrunnum. Karl Pétur benti á að það væru engin sérstakleg rekstrarleg rök fyrir því, yfirstjórn á Seltjarnarnesi væri ekki tiltakanlega dýr en hagkvæmari rekstrareining væri sex þúsund manna bæjarfélag en ekki 4.715 manna. Eins og áður sagði er þáttinn að finna hér ofar og er áhugafólk um stjórnmál og bæjarmálapólitík Seltirninga hvatt til að horfa á hann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Seltjarnarnes Pallborðið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira