Tímamótasamkomulag í höfn Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 12:01 Blikastaðaland er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er á sveitarfélagamörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vesturlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar. Google Maps Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK
Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira