Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 12:01 Luis Diaz og Christian Eriksen hafa báðir komið frábærlega inn hjá sínum félögum eftir að þeir komu í janúarglugganum. Getty/Eric Alonso Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar. ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira