Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:32 Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti. VÍSIR/VILHELM Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira