Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:32 Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti. VÍSIR/VILHELM Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira