„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 11:06 Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness, og Kjartan Atli Kjartansson, nýr þjálfari liðsins. UMFÁ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. „Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“ Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
„Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“
Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira