Fótbolti

Framherji Celta Vigo í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Santi Mina er á leið í grjótið.
Santi Mina er á leið í grjótið. getty/Juan Manuel Serrano Arce

Santi Mina, framherji spænska úrvalsdeildarliðsins Celta Vigo, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Dómurinn var kveðinn upp í Almería í dag. Atvikið átti sér stað sumarið 2017. Mina og vinur hans, David Goldar, réðust þá á konu í borginni Mojácar.

Þar sem dómurinn er þyngri en tvö ár þarf Mina að sitja inni. Hann þarf einnig að borga konunni fimmtíu þúsund evrur og þá var sett tólf ára nálgunarbann á hann.

Mina er uppalinn hjá Celta Vigo en lék með Valencia þegar hann réðist á konuna.

Hinn 26 ára Mina hefur skorað átta mörk í 29 leikjum í öllum keppnum fyrir Celta Vigo á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×