De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Kevin De Bruyne fagnar hér marki sínu fyrir Manchester City á móti Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið. Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira