Stuðningsmenn Man United strax komnir með sniðugan söng um Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 16:00 Erik ten Hag er að hætta með lið Ajax frá Amsterdam til að taka við Manchester United. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Það væri jafnvel hægt að gefa stuðningsmönnum Manchester United tíu í einkunn fyrir nýjan stuðningsmannasöng þeirra um hollenska knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Ten Hag, sem er að hætta með lið Ajax, tekur við Manchester United liðinu af Ralf Rangnick í sumar. Gengi United hefur ekki verið gott undir stjórn Rangnick en liðið vann þó 3-0 sigur á Brentford í gær í síðasta heimaleiknum í gærkvöldi. Það er mikil spenna meðal flestra stuðningsmanna félagsins fyrir komandi sumri og um leið fyrsta tímabilinu undir stjórn Hollendingsins. Margir leikmenn eru á förum og það er von á nýjum spennandi leikmönnum til liðsins. Ten Hag hefur gert frábæra hluti hjá Ajax og hefur náð þar að byggja upp tvö mjög skemmtileg fótboltalið eftir að félagið seldi stjörnurnar úr fyrra liðinu hans sem fór alla leið í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmennirnir hjá United láta sér dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og nokkrir sniðugir eru þegar búnir að semja nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Það má sjá þá syngja þennan skemmtilega söng í myndbandinu hér fyrir neðan og maður sér alveg allan Old Trafford taka vel undir þegar þessi byrjar gangi liðinu vel á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Ten Hag, sem er að hætta með lið Ajax, tekur við Manchester United liðinu af Ralf Rangnick í sumar. Gengi United hefur ekki verið gott undir stjórn Rangnick en liðið vann þó 3-0 sigur á Brentford í gær í síðasta heimaleiknum í gærkvöldi. Það er mikil spenna meðal flestra stuðningsmanna félagsins fyrir komandi sumri og um leið fyrsta tímabilinu undir stjórn Hollendingsins. Margir leikmenn eru á förum og það er von á nýjum spennandi leikmönnum til liðsins. Ten Hag hefur gert frábæra hluti hjá Ajax og hefur náð þar að byggja upp tvö mjög skemmtileg fótboltalið eftir að félagið seldi stjörnurnar úr fyrra liðinu hans sem fór alla leið í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmennirnir hjá United láta sér dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og nokkrir sniðugir eru þegar búnir að semja nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Það má sjá þá syngja þennan skemmtilega söng í myndbandinu hér fyrir neðan og maður sér alveg allan Old Trafford taka vel undir þegar þessi byrjar gangi liðinu vel á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira