Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 12:01 Kári Kristján Kristjánsson kom til að ræða við stuðningsmenn svo að hægt væri að koma leiknum aftur í gang. Stöð 2 Sport Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19