Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 11:59 Fyrirferð Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er mörgum þyrnir í augum. Vísir/Vilhelm Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára. Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun. Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlega útgefinni árskýrslu RÚV sem tekur til ársins í fyrra. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Símans segir erfitt að eiga við slíka samkeppni ríkisins. „Þetta er mikill vöxtur milli ára á markaði sem er heldur að dragast saman en þarna nýtur Ríkisútvarpið auðvitað forskots nær 5 milljarða króna í skattfé til að framleiðslu efnis,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús segir með ólíkindum að hið opinbera fjölgi stöðugildum í auglýsingasölunni þegar öll umræða á Alþingi gangi út á að minnka umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.síminn Hann segir að ef menn vilji leita nánari skýringa á þessari miklu sókn stofnunarinnar á auglýsingamarkað geti reynst athyglisvert að horfa ekki einvörðungu til aukningar milli ára því tekjurnar voru á svipuðu róli bæði árin 2018 og 2019. „Tekjufallið árið 2020 skýrist líklega af því að sá starfsmaður sem harðast beitir sér í tengingunni milli sölu og dagskrár var erlendis það ár en hefur nú snúið til baka og heldur betur slegið í klárinn. Það er svo auðvitað með ólíkindum að sjá að hið opinbera sé að fjölga stöðugildum í sölu á meðan öll umræða á Alþingi snýst um að minnka umsvif á samkeppnismarkaði,“ segir Magnús. Einar Logi auglýsingastjóri öflugur Magnús er þarna að tala um auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, Einar Loga Vignisson, sem dvaldi í Portúgal árið 2020 og þá dró úr sókninni. Magnús telur einsýnt að þarna sé orsakasamhengi. Í nýlegum ársreikningi stofnunarinnar kemur fram að auglýsingadeildin, sem eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við rekstrarfyrirkomulagið, var breytt í dótturfélag og heitir nú RÚV Sala og ber ábyrgð á allri sölu í því sem heitir tekjuaflandi samkeppnisrekstur, aflaði tæplega 2,4 milljarða króna í tekjur í fyrra. Af því eru 2.206 milljónir tekjur af auglýsingasölu eða 402 milljónum krónum meira en á árinu 2020. Árið sem Einar Logi var fjarri góðu gamni. Einar Logi Vignisson er auglýsingastjóri stofnunarinnar og afar öflugur ef marka má Magnús Ragnarsson.SÁÁ Kjarninn skrifar frétt upp úr árskýrslunni og þar er bent á að til samanburðar megi nefna að rekstrarstyrkir til einkarekinna fjölmiðla, sem úthlutað er árlega, voru tæplega 389 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 19 mismunandi miðla. 227 milljónir króna í laun auglýsingasölumanna Hagnaður af rekstri RÚV Sölu eftir uppgjör, viðskipti við móðurfélagið og launagreiðslur var 124 milljónir króna á árinu 2021. Laun og lífeyrisgreiðslur til starfsmanna RÚV Sölu, sem voru 16 (eru nú 17), eru alls 227 milljónir króna. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er með 2,7 milljónir króna í laun á mánuði. Tólf starfsmenn Ríkisútvarpsins eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði en í dótturfélaginu, RÚV Sala, eru meðallaunin tæpar 1,2 milljón á mánuði. Einar Logi er með 1,7 milljón króna í laun á mánuði.vísir „Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og gjalda starfsmanna RÚV Sölu var 1.182 þúsund krónur á mánuði. Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV Sölu var með um 1,7 milljónir króna í heildarlaunakostnað að meðaltali. Í árslok 2021 hafði starfsmönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17. Þetta þýðir að auglýsingasölumenn ríkisstofnunarinnar eru með hæstu laun þar innan dyra. En eins og segir í Kjarnanum voru samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar 12 starfsmenn með yfir milljón krónur á mánuði hjá Ríkisútvarpinu; Stefán Eiríksson útvarpsstjóri með 2,7 milljónir króna á mánuði í laun.
Ríkisútvarpið Ráðning útvarpsstjóra Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira