Hin Engeyska hagspeki er tóm tjara Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. maí 2022 07:15 Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns. Getur þetta verið? Getur Bjarni búið til peninga úr engu, skapað verðmæti sem áður voru ekki til? Ríkissjóður hefur haft miklar tekjur af Íslandsbanka Ríkissjóður eignaðist 95% af hlutafé Íslandsbanka í ársbyrjun 2016 sem gjald fyrir að losa erlenda vogunarsjóði úr gjaldeyrishöftum, svokallaða hrægamma. Í árslok 2015 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 198,3 milljarðar króna. Það eru 246,4 milljarðar króna á núvirði. Í árslok 2021 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 203,7 milljarðar. Eigið féð hefur því skroppið saman um 42,7 milljarða króna á núvirði. Það er þó ekki hægt að segja að ríkissjóður hafi tapað þessu fé því á þessum árum. Frá ársbyrjun 2016, hefur Íslandsbanki greitt 87,3 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð í arð og auk þess 17,6 milljarð króna í sérstakan bankaskatt, sem nú er að mestu búið að leggja af til að auka söluhæfi hlutabréfa í Íslandsbanka og Landsbanka. Samanlagt framlag Íslandsbanka í ríkissjóðs var því 104,9 milljarðar króna á núvirði, um 17,5 milljarður á ári að meðaltali. Arður frá Íslandsbanka var á núvirði að meðaltali árlega um 14,5 milljarðar þessi ár. Áður en bankaskatturinn var skertur borgaði Íslandsbanki árlega um 3,7 milljarða króna á núvirði í sérstakan bankaskatt. Ef engin áform væru uppi um að selja hluti ríkissjóðs hefði mátt að ósekju halda hinum sérstaka bankaskatti óskertum. Arður og bankaskattur væri þá líklega um 18,2 milljarðar króna á ári, miðað við meðaltal undanfarinna ára. Mikil verðmæti seld fyrir á undirverði Bjarni & bankasýslan hefur selt 57,5% af hlut ríkissjóðs á um 111,5 milljarða króna í tveimur útboðum og greitt fyrir það um 2,5 milljarða króna í þóknun til verðbréfamiðlara sem sáu um söluna. Nettósöluverð er því um 109,0 milljarðar króna. Markaðsvirði þessa hlutar er í dag 143,3 milljaðrar króna. Það er 34,3 milljörðum króna minna en Bjarni fékk fyrir hlutinn. Þetta er markaðsvirði hlutafjár sem ekki var áður skráð á markað. Einhver, þar með talinn Bjarni, gæti haldið að þar með hefði þessi eign orðið til úr engu. En markaðsvirði ræðst af því hvað hluthafar geta vænst þess að fá í arð á næstu árum. Það má því vel bera þetta saman við það sem ríkissjóður hefur fengið fyrir eign sína í Íslandsbanka hingað til. Markaðsvirði er því verðmiði á eign sem var til áður en verðmiðinn var festur á hana. Verðmiðinn býr ekki til eignina. Það er því kjánalegt að ætla að afneita því að eign ríkissjóðs var seld með miklum afslætti. Það er öllum augljóst. Eins og áður sagði var meðaltals hagur ríkissjóðs af Íslandsbanka 18,2 milljarðar króna á ári áður en ríkisstjórnin skerti bankaskattinn til að auðvelda sölu á hlut sínum. 57,5% af þessu er 10,5 milljarðar króna. Þennan árlega ávinning seldi Bjarni & bankasýslan á 109,0 milljarða króna, fékk rúmlega tíu ára ávinning fyrir hlutinn. Er það góður díll? Nja, varla. Ef við deilum markaðsvirði félaga í kauphöllinni með arði liðinna ára er verðið yfirleitt þrjátíu til fjörutíu ára arðgreiðslur til hluthafa. Aukaarður eykur enn afsláttinn Hér er rétt að geta þess að það er stefna Íslandsbanka að færa eiginfjárhlutfall bankans niður í 16,5%. Um síðustu áramót var það 25,3%. Það er því stefna bankans að greiða hluthöfum sínum út um 71 milljarð króna á næstu árum umfram venjubundinn arð af hagnaði, en arðgreiðslur bankans hafa verið um 50% af hagnaði flest nýliðin ár. Fyrir söluna hefði ríkissjóður fengið alla þessa peninga en eftir söluna fær ríkissjóður 30,2 milljarða króna en hluthafarnir sem keyptu 57,5% af bankanum fá 40,8 milljarða króna í sinn hlut. Segja má að hluthafarnir hafi keypt hlut sem er í dag 143,3 milljarða króna virði á 111,5 milljarða króna en eigi síðan von á 40,8 milljarða króna auka arði á næstu misserum. Fyrst fengu þeir 22,2% afslátt frá markaðsvirði og svo aukaafslátt upp á 28,5%. Samtals er þetta rétt rúmlega helmings afsláttur. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp, því væntingar um auka-arðinn hækka líklega markaðsvirðið. Þó er erfitt að spá í slíkt varðandi verðlagningu á hlutabréfum í kauphöllinni á Íslandi. Hún er glórulaus, oftar en ekki. Ríkið hefði fengið það sama á næstu fimm árum En eftir sem áður er dæmið svona: Ríkissjóður fékk að meðaltali 18,2 milljarða króna árlega frá Íslandsbanka í gegnum arð og sérstakan bankaskatt. Ef við áætlum að það haldist næstu fimm árin gera það 91 milljarður. Við það bætist 71 milljarður króna sem Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Áður en salan fór fram horfði ríkissjóður því upp á að fá um 162 milljarða króna frá Íslandsbanka á næstu fimm árum. Þá ákvað Bjarni & bankasýslan að afnema bankaskattinn og við það tapaði ríkissjóður um 18,5 milljörðum. Síðan seldi Bjarni & bankasýslan 57,5% af Íslandsbanka og þá missti ríkissjóður 93,2 milljarða króna af arðgreiðslum næstu fimm ára. Ríkissjóður missti því af samtals 111,7 milljörðum króna á næstu fimm árum og fékk fyrir það 109 milljarða króna. Það er 2,7 milljörðum króna minna en ríkið hefði fengið ef Bjarni & bankasýslan hefði sleppt því að selja hluti almennings í Íslandsbanka. Eru þetta góð viðskipti? Innherji, viðskiptamiðill últrahægrimanna, valdi söluna í fyrra sem viðskipti ársins. Stenst það skoðun? Auðvitað ekki. Þetta eru fráleit viðskipti, líklega þau verstu síðan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn seldi síðast banka í eigu almennings. Það er eðli allrar einkavæðingar að almenningur tapar og auðvaldið græðir. Annars myndi auðvaldið ekki kaupa. Auðvaldið hefur bara áhuga á að kaupa arðsamar eignir almennings fyrir lágt verð. Stjórnmálafólk sem þjónar auðvaldinu vinnur við þetta; að færa arðsamar eignir almennings til auðvaldsins á spotprís. Það var það sem vakti fyrir Bjarna & bankasýslunni. Og auðvitað Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni líka. Rök fyrir einkavæðingu halda ekki Því er haldið fram að ríkið geti ekki rekið arðsaman banka. Rekstur Íslandsbanka frá 2016 afsannar þessa kenningu. Ef eitthvað er; þá hefur arðsemi Íslandsbanka verið of mikil. Því er haldið fram að ríkissjóður þurfi að losa fé til að geta fjárfest í innviðum. Ríkinu mun hins vegar aldrei skorta fé í íslenskum krónum og getur fjárfest í innviðum án þess þess að selja eigur sínar. Því er haldið fram að það sé áhættusamt fyrir ríkið að eiga banka. Sagan sýnir hins vegar að það er miklu áhættusamara fyrir ríkissjóð þegar bankarnir eru í einkaeigu. Það á ekki bara við um síðasta bankahrun heldur líka hrun Íslandsbanka fyrir öld eða svo. Og með því að lækka eigið fé Íslandsbanka með arðgreiðslum á næstu árum verður hættan enn meiri, að bankinn falli enn á ný yfir almenning. Því er haldið fram að yfirráðum ríkisins fylgi spilling. Þegar litið er yfir liðið sem Bjarni & bankasýslan seldi hlut almennings sjá allir landsmenn að þar er samankomið slíkt spillingarstóð að ríkisvaldið mun aldrei geta slegið því við. Fyrir nú utan að mesta spilling í tengslum við bankastarfsemi á Íslandi hefur tengst einkavæðingu ríkisbanka, ekki rekstri ríkisbanka. Gerspillt stjórnmálastétt svíkur almenning Bankasölumálið er djúpstætt hneyksli. Það snýst ekki bara um spillingu verðbréfamiðlara sem seldu sjálfum sér og vinum sínum hlutabréf í bankanum. Það snýst ekki aðeins og spillingu bankasýslunnar sem lét verðbréfamiðlara múta sér með víni, flugeldum og málsverðum til að aðlaga útboðið að þörfum braskarana. Það snýst heldur ekki bara um gerspilltan fjármálaráðherra sem sinnti ekki skyldum sínum og var staðinn að því að selja pabba sínum almannaeigur með afslætti. Salan á Íslandsbanka afhjúpar linnulaust rán auðstéttarinnar á auðlindum og eignum almennings sem framið er alla daga, allan ársins hring, með aðstoð gerspilltrar stjórnmálastéttar sem bregst trausti almennings og velur ætíð hagsmuni fámenns hóps auðfólks fram yfir hagsmuni almennings. Þessu verður að linna. Samkvæmt könnunum vill 87% landsmanna að þetta hætti. Aðeins 7% lætur sig þetta linda. Við fólkið í landinu verðum að stöðva ránið. Ég minni á mótmæli gegn bankasölunni á laugardaginn á Austurvelli og Ráðhústorginu, sjá viðburð á Facebook. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns. Getur þetta verið? Getur Bjarni búið til peninga úr engu, skapað verðmæti sem áður voru ekki til? Ríkissjóður hefur haft miklar tekjur af Íslandsbanka Ríkissjóður eignaðist 95% af hlutafé Íslandsbanka í ársbyrjun 2016 sem gjald fyrir að losa erlenda vogunarsjóði úr gjaldeyrishöftum, svokallaða hrægamma. Í árslok 2015 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 198,3 milljarðar króna. Það eru 246,4 milljarðar króna á núvirði. Í árslok 2021 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 203,7 milljarðar. Eigið féð hefur því skroppið saman um 42,7 milljarða króna á núvirði. Það er þó ekki hægt að segja að ríkissjóður hafi tapað þessu fé því á þessum árum. Frá ársbyrjun 2016, hefur Íslandsbanki greitt 87,3 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð í arð og auk þess 17,6 milljarð króna í sérstakan bankaskatt, sem nú er að mestu búið að leggja af til að auka söluhæfi hlutabréfa í Íslandsbanka og Landsbanka. Samanlagt framlag Íslandsbanka í ríkissjóðs var því 104,9 milljarðar króna á núvirði, um 17,5 milljarður á ári að meðaltali. Arður frá Íslandsbanka var á núvirði að meðaltali árlega um 14,5 milljarðar þessi ár. Áður en bankaskatturinn var skertur borgaði Íslandsbanki árlega um 3,7 milljarða króna á núvirði í sérstakan bankaskatt. Ef engin áform væru uppi um að selja hluti ríkissjóðs hefði mátt að ósekju halda hinum sérstaka bankaskatti óskertum. Arður og bankaskattur væri þá líklega um 18,2 milljarðar króna á ári, miðað við meðaltal undanfarinna ára. Mikil verðmæti seld fyrir á undirverði Bjarni & bankasýslan hefur selt 57,5% af hlut ríkissjóðs á um 111,5 milljarða króna í tveimur útboðum og greitt fyrir það um 2,5 milljarða króna í þóknun til verðbréfamiðlara sem sáu um söluna. Nettósöluverð er því um 109,0 milljarðar króna. Markaðsvirði þessa hlutar er í dag 143,3 milljaðrar króna. Það er 34,3 milljörðum króna minna en Bjarni fékk fyrir hlutinn. Þetta er markaðsvirði hlutafjár sem ekki var áður skráð á markað. Einhver, þar með talinn Bjarni, gæti haldið að þar með hefði þessi eign orðið til úr engu. En markaðsvirði ræðst af því hvað hluthafar geta vænst þess að fá í arð á næstu árum. Það má því vel bera þetta saman við það sem ríkissjóður hefur fengið fyrir eign sína í Íslandsbanka hingað til. Markaðsvirði er því verðmiði á eign sem var til áður en verðmiðinn var festur á hana. Verðmiðinn býr ekki til eignina. Það er því kjánalegt að ætla að afneita því að eign ríkissjóðs var seld með miklum afslætti. Það er öllum augljóst. Eins og áður sagði var meðaltals hagur ríkissjóðs af Íslandsbanka 18,2 milljarðar króna á ári áður en ríkisstjórnin skerti bankaskattinn til að auðvelda sölu á hlut sínum. 57,5% af þessu er 10,5 milljarðar króna. Þennan árlega ávinning seldi Bjarni & bankasýslan á 109,0 milljarða króna, fékk rúmlega tíu ára ávinning fyrir hlutinn. Er það góður díll? Nja, varla. Ef við deilum markaðsvirði félaga í kauphöllinni með arði liðinna ára er verðið yfirleitt þrjátíu til fjörutíu ára arðgreiðslur til hluthafa. Aukaarður eykur enn afsláttinn Hér er rétt að geta þess að það er stefna Íslandsbanka að færa eiginfjárhlutfall bankans niður í 16,5%. Um síðustu áramót var það 25,3%. Það er því stefna bankans að greiða hluthöfum sínum út um 71 milljarð króna á næstu árum umfram venjubundinn arð af hagnaði, en arðgreiðslur bankans hafa verið um 50% af hagnaði flest nýliðin ár. Fyrir söluna hefði ríkissjóður fengið alla þessa peninga en eftir söluna fær ríkissjóður 30,2 milljarða króna en hluthafarnir sem keyptu 57,5% af bankanum fá 40,8 milljarða króna í sinn hlut. Segja má að hluthafarnir hafi keypt hlut sem er í dag 143,3 milljarða króna virði á 111,5 milljarða króna en eigi síðan von á 40,8 milljarða króna auka arði á næstu misserum. Fyrst fengu þeir 22,2% afslátt frá markaðsvirði og svo aukaafslátt upp á 28,5%. Samtals er þetta rétt rúmlega helmings afsláttur. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp, því væntingar um auka-arðinn hækka líklega markaðsvirðið. Þó er erfitt að spá í slíkt varðandi verðlagningu á hlutabréfum í kauphöllinni á Íslandi. Hún er glórulaus, oftar en ekki. Ríkið hefði fengið það sama á næstu fimm árum En eftir sem áður er dæmið svona: Ríkissjóður fékk að meðaltali 18,2 milljarða króna árlega frá Íslandsbanka í gegnum arð og sérstakan bankaskatt. Ef við áætlum að það haldist næstu fimm árin gera það 91 milljarður. Við það bætist 71 milljarður króna sem Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Áður en salan fór fram horfði ríkissjóður því upp á að fá um 162 milljarða króna frá Íslandsbanka á næstu fimm árum. Þá ákvað Bjarni & bankasýslan að afnema bankaskattinn og við það tapaði ríkissjóður um 18,5 milljörðum. Síðan seldi Bjarni & bankasýslan 57,5% af Íslandsbanka og þá missti ríkissjóður 93,2 milljarða króna af arðgreiðslum næstu fimm ára. Ríkissjóður missti því af samtals 111,7 milljörðum króna á næstu fimm árum og fékk fyrir það 109 milljarða króna. Það er 2,7 milljörðum króna minna en ríkið hefði fengið ef Bjarni & bankasýslan hefði sleppt því að selja hluti almennings í Íslandsbanka. Eru þetta góð viðskipti? Innherji, viðskiptamiðill últrahægrimanna, valdi söluna í fyrra sem viðskipti ársins. Stenst það skoðun? Auðvitað ekki. Þetta eru fráleit viðskipti, líklega þau verstu síðan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn seldi síðast banka í eigu almennings. Það er eðli allrar einkavæðingar að almenningur tapar og auðvaldið græðir. Annars myndi auðvaldið ekki kaupa. Auðvaldið hefur bara áhuga á að kaupa arðsamar eignir almennings fyrir lágt verð. Stjórnmálafólk sem þjónar auðvaldinu vinnur við þetta; að færa arðsamar eignir almennings til auðvaldsins á spotprís. Það var það sem vakti fyrir Bjarna & bankasýslunni. Og auðvitað Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni líka. Rök fyrir einkavæðingu halda ekki Því er haldið fram að ríkið geti ekki rekið arðsaman banka. Rekstur Íslandsbanka frá 2016 afsannar þessa kenningu. Ef eitthvað er; þá hefur arðsemi Íslandsbanka verið of mikil. Því er haldið fram að ríkissjóður þurfi að losa fé til að geta fjárfest í innviðum. Ríkinu mun hins vegar aldrei skorta fé í íslenskum krónum og getur fjárfest í innviðum án þess þess að selja eigur sínar. Því er haldið fram að það sé áhættusamt fyrir ríkið að eiga banka. Sagan sýnir hins vegar að það er miklu áhættusamara fyrir ríkissjóð þegar bankarnir eru í einkaeigu. Það á ekki bara við um síðasta bankahrun heldur líka hrun Íslandsbanka fyrir öld eða svo. Og með því að lækka eigið fé Íslandsbanka með arðgreiðslum á næstu árum verður hættan enn meiri, að bankinn falli enn á ný yfir almenning. Því er haldið fram að yfirráðum ríkisins fylgi spilling. Þegar litið er yfir liðið sem Bjarni & bankasýslan seldi hlut almennings sjá allir landsmenn að þar er samankomið slíkt spillingarstóð að ríkisvaldið mun aldrei geta slegið því við. Fyrir nú utan að mesta spilling í tengslum við bankastarfsemi á Íslandi hefur tengst einkavæðingu ríkisbanka, ekki rekstri ríkisbanka. Gerspillt stjórnmálastétt svíkur almenning Bankasölumálið er djúpstætt hneyksli. Það snýst ekki bara um spillingu verðbréfamiðlara sem seldu sjálfum sér og vinum sínum hlutabréf í bankanum. Það snýst ekki aðeins og spillingu bankasýslunnar sem lét verðbréfamiðlara múta sér með víni, flugeldum og málsverðum til að aðlaga útboðið að þörfum braskarana. Það snýst heldur ekki bara um gerspilltan fjármálaráðherra sem sinnti ekki skyldum sínum og var staðinn að því að selja pabba sínum almannaeigur með afslætti. Salan á Íslandsbanka afhjúpar linnulaust rán auðstéttarinnar á auðlindum og eignum almennings sem framið er alla daga, allan ársins hring, með aðstoð gerspilltrar stjórnmálastéttar sem bregst trausti almennings og velur ætíð hagsmuni fámenns hóps auðfólks fram yfir hagsmuni almennings. Þessu verður að linna. Samkvæmt könnunum vill 87% landsmanna að þetta hætti. Aðeins 7% lætur sig þetta linda. Við fólkið í landinu verðum að stöðva ránið. Ég minni á mótmæli gegn bankasölunni á laugardaginn á Austurvelli og Ráðhústorginu, sjá viðburð á Facebook. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun