Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 23:33 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27