Rúnar Ingi: Ég er ekki að fara neitt Atli Arason skrifar 1. maí 2022 23:07 Rúnar Ingi Erlingsson smellir kossi á Íslandsmeistaratitilinn Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld. „Ég er svo ógeðslega stoltur af þessum stelpum, þvílíkir töffarar og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum þetta alveg eins og við vorum búnar að tala um. Við þurftum að gera þetta af svona smá ljótum leðjuslag. Við höldum þeim í fáránlega lágum stigafjölda í dag og við erum Íslandsmeistarar,“ sagði Rúnar með stórt bros á vör í viðtali við Vísi eftir leik. Rúnar hefur gert frábæra hluti með nýliða Njarðvíkur og lýkur tímabilinu með því að lyfta þeim stóra. Njarðvík átti ekki einu sinni að vera í deildinni í ár en liðið tapaði fyrir Grindavík í úrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík fékk sæti í efstu deild eftir að Snæfell dróg lið sitt úr keppni. Rúnar hefur því verið orðaður við hin ýmsu störf hjá öðrum liðum undanfarið en Rúnar dróg allan vafa af því að hann væri að fara að stýra einhverju öðru liði á næsta tímabili. „Maður getur ekkert hætt núna. Ég viðurkenni að ég varð smá þreyttur á þessu í vetur en ég þjálfa bara í Njarðvík og ég er ekki að fara neitt. Ég hlakka til að fá að verja titilinn,“ svaraði Rúnar aðspurður út í framtíðina. Rúnar og aðstoðarþjálfarinn Lárus Ingi Magnússon fagna saman skömmu áður en lokaflautið gall.Bára Dröfn Aliyah Collier var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Collier setti stiga- og frákastamet í úrslitaviðureigninni en hún gerði 141 stig og tók 98 fráköst í leikjunum fimm. „Það er ómetanlegt að atvinnumaðurinn í liðinu er sú sem leggur mest á sig alltaf og alla daga. Sama hvort það sé á mánudegi í nóvember eða á lokaleik í úrslitum. Svona leikmann vildi ég semja við og hún svaraði kallinu í allan vetur. Hún er besti leikmaðurinn í deildinni að mínu mati og heldur upp á það með því að lyfta titlinum,“ sagði Rúnar um frammistöðu Collier í vetur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
„Ég er svo ógeðslega stoltur af þessum stelpum, þvílíkir töffarar og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum þetta alveg eins og við vorum búnar að tala um. Við þurftum að gera þetta af svona smá ljótum leðjuslag. Við höldum þeim í fáránlega lágum stigafjölda í dag og við erum Íslandsmeistarar,“ sagði Rúnar með stórt bros á vör í viðtali við Vísi eftir leik. Rúnar hefur gert frábæra hluti með nýliða Njarðvíkur og lýkur tímabilinu með því að lyfta þeim stóra. Njarðvík átti ekki einu sinni að vera í deildinni í ár en liðið tapaði fyrir Grindavík í úrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík fékk sæti í efstu deild eftir að Snæfell dróg lið sitt úr keppni. Rúnar hefur því verið orðaður við hin ýmsu störf hjá öðrum liðum undanfarið en Rúnar dróg allan vafa af því að hann væri að fara að stýra einhverju öðru liði á næsta tímabili. „Maður getur ekkert hætt núna. Ég viðurkenni að ég varð smá þreyttur á þessu í vetur en ég þjálfa bara í Njarðvík og ég er ekki að fara neitt. Ég hlakka til að fá að verja titilinn,“ svaraði Rúnar aðspurður út í framtíðina. Rúnar og aðstoðarþjálfarinn Lárus Ingi Magnússon fagna saman skömmu áður en lokaflautið gall.Bára Dröfn Aliyah Collier var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Collier setti stiga- og frákastamet í úrslitaviðureigninni en hún gerði 141 stig og tók 98 fráköst í leikjunum fimm. „Það er ómetanlegt að atvinnumaðurinn í liðinu er sú sem leggur mest á sig alltaf og alla daga. Sama hvort það sé á mánudegi í nóvember eða á lokaleik í úrslitum. Svona leikmann vildi ég semja við og hún svaraði kallinu í allan vetur. Hún er besti leikmaðurinn í deildinni að mínu mati og heldur upp á það með því að lyfta titlinum,“ sagði Rúnar um frammistöðu Collier í vetur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira