Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2022 20:18 Valdís Jóna, 13 ára á Selfossi, sem situr við alla daga og heklar borðtuskur, sem hún selur til að fjármagna skólagjöldin við Oxford háskóla í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann. Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann.
Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira