Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 20:00 Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag. Aðsend Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02