Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 22:05 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira