Menning

„Það var svo gaman að sjá þessa gleði í augunum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson myndaði gömul hjón í ferð sinni tiil Tasuiaq í Grænlandi.
Ragnar Axelsson myndaði gömul hjón í ferð sinni tiil Tasuiaq í Grænlandi. RAX

„Ég hef farið ótal margar ferðir til Grænlands og þá yfirleitt á kalda tímanum en ég fór ferð 92 til Grænlands á gúmmíbát, silgdi þarna Suður Grænland,“ segir Ragnar Axelsson.

Í ferðinni heimsótti ljósmyndarinn lítið þorp og myndaði þar meðal annars konu á tíræðisaldri sem hann sá úti í glugga. Hann segir frá ljósmyndunum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

„Maður sér alveg á andlitinu að hún hefur lifað sínu lífi og upplifað margt.“

Konan kom svo út úr húsinu ásamt eiginmanninum sínum og heilluðu þau RAX upp úr skónum. 

„Það var svo gaman að sjá þessa gleði í augunum þó hún gæti varla opnað annað augað.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar talar ljósmyndarinn meðal annars um þá gagnrýni að hann hafi ekki myndað nógu margar konur á Grænlandi. 

Klippa: RAX Augnablik - Gömlu hjónin í Tasuiaq

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið

Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×