Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 11:38 Sjókví í Reyðarfirði. Alls þarf að tæma níu sjókvíar vegna ISA-veirunnar sem nú hefur greinst í laxi á staðnum. Vísir/Arnar Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að þar með muni allur innanverður Reyðarfjörður tæmast fyrir laxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skuli gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa svæðið fyrir veirusmiti. Samkvæmt upplýsingum frá Löxum þarf að tæma níu kvíar vegna málsins og verður ráðist í það strax eftir helgi. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að í kjölfar þess að Laxar Fiskeldi hafi tæmt kvíabólið við Gripalda vegna blóðþorrans (ISA) sem þar greindist í lok nóvember síðastliðinn hafi sú staðsetning farið í lögbundna hvíld. Jafnframt hafi aðrar staðsetningar verið settar undir stranga skimunaráætlun. „Sýna-seríur hafa verið teknar í hverjum mánuði allt frá því í desember og hafa verið tekin á þriðja þúsund sýni á svæðinu til sértækrar qPCR-greiningar. Allt fram til í apríl voru niðurstöður góðar og hvergi útslag með tilliti til hinnar meinvirku ISA-veiru. Við síðustu sýnatöku sýndi eitt stakt sýni af 288 sýnum á Sigmundarhúsum grunsamlega svörun, en sú staðsetning liggur næst Gripalda og er undir sama rekstrarleyfi. Allt hefur verið með eðlilegum hætti á svæðinu og laxinn frískur og dafnað eðlilega. Þetta eru svokölluð haustseiði sem sett voru út síðastliðið haust, alls um milljón seiði að meðalþyngd um 475 gr. Tilraunastöðin á Keldum staðfesti fyrstu grunsemd og voru sýni einnig send til rannsóknastofu í Leipzig til nánari raðgreiningar. Endanleg svör bárust í vikunni og niðurstaðan staðfestir að um er að ræða hið meinvirka afbrigði veirunnar (ISA HPR-deleted),“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum. 26. nóvember 2021 15:20