Helena Sverris: Ég hrinti henni Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:04 Helena Sverrisdóttir og leikmenn Hauka fagna sigrinum í kvöld Vilhelm Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. „Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
„Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga