Innlent

Vilja hraða borgarlínu og skipuleggja lóðir fyrir tvö þúsund íbúðir á ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá kynningu Viðreisnar.
Frá kynningu Viðreisnar. Viðreisn

Viðreisn í Reykjavík kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, kostnað við þau og útreikninga, á blaðamannafundi í dag.

Á meðal þess sem kom fram á fundinum er að Viðreisn ætlar að halda áfram metuppbyggingu íbúða í Reykjavík og skipuleggja lóðir fyrir tvö þúsundur íbúðir á ári.

Þá vill Viðreisn einfalda umgjörð byggingamála og reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða, á Keldum og í Vatnsmýri. Þá vill flokkurinn hraða uppbyggingu Borgarlínu og styður Sundabraut fyrir alla samgöngumáta.

Eitt af stefnumálum Viðreisnar í Reykjavík er að það eigi að vera frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi. Þá á að auka faglegt frelsi kennara og skóla og fimm ára börn eiga að fá frítt í leikskóla. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru lykillinn að því að brúa bilið.

„Við ætlum að halda áfram að lækka fasteignaskatta. Og við erum flokkur sem trúir á einkaframtakið. En þá þurfa líka að vera fagleg vinnubrögð og eftirlit. Við viljum því auka einkarekstur í Reykjavík með útboðum og sölu eigna, með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi,“ er haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.

Nálgast má kynningu á kosningaáherslum Viðreisnar í viðhengi hér að neðan.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×