Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Ralf Rangnick talar við leikmenn sína á æfingu með Manchester United. Getty/Ash Donelon Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali. Rangnick hefur augljóslega smá áhyggjur af því að illa gæti gengið hjá Manchester United að ná í öfluga leikmenn í sumar af því að liðið verður að öllum líkindum ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ralf Rangnick has confirmed he will be a part of Manchester United's set-up next season and is looking forward to stepping into an advisory role and helping incoming manager Erik ten Hag "as much as he wants".#MUFC More from @lauriewhitwell https://t.co/9lX0Gj6C75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 27, 2022 United er núna sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir skelli á móti bæði Arsenal og Liverpool í síðustu viku. Það eru bara fjórir leikir eftir og því þarf afar mikið að gerast svo að United verði með í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Fyrsta tímabil Erik ten Hag verður því væntanlega uppfullt af fimmtudagsleikjum í miðri viku en ekki leikjum á þriðjudögum og miðvikudögum. „Það væri betra ef við spiluðu í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þetta hefur einnig áhrif á fleiri félög. Þetta er ekki bara vandamál hjá Manchester United,“ sagði Ralf Rangnick á blaðamannafundi Manchester United í gær. ESPN segir frá. Manchester United not being in Europe may help Ten Hag, says Ralf Rangnick https://t.co/P59gKcvDKf— The Guardian (@guardian) April 27, 2022 „Við sýndum með nýja samningnum við Bruno [Fernandes] að þetta er enn þá spennandi félag með nýjan knattspyrnustjóra og nýja nálgun,“ sagði Rangnick. „Þetta er ennþá mjög áhugaverður klúbbur og ég hlakka til að hjálpa Erik og öllum hjá félaginu að ná því besta úr liðinu og breyta allri nálgun okkar á næstu leiktíð svo að Manchester United geti orðið toppklúbbur,“ sagði Rangnick. Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum sínum og næsti leikur er á móti Chelsea á Old Trafford í kvöld. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Rangnick hefur augljóslega smá áhyggjur af því að illa gæti gengið hjá Manchester United að ná í öfluga leikmenn í sumar af því að liðið verður að öllum líkindum ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ralf Rangnick has confirmed he will be a part of Manchester United's set-up next season and is looking forward to stepping into an advisory role and helping incoming manager Erik ten Hag "as much as he wants".#MUFC More from @lauriewhitwell https://t.co/9lX0Gj6C75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 27, 2022 United er núna sex stigum frá Meistaradeildarsæti eftir skelli á móti bæði Arsenal og Liverpool í síðustu viku. Það eru bara fjórir leikir eftir og því þarf afar mikið að gerast svo að United verði með í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Fyrsta tímabil Erik ten Hag verður því væntanlega uppfullt af fimmtudagsleikjum í miðri viku en ekki leikjum á þriðjudögum og miðvikudögum. „Það væri betra ef við spiluðu í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þetta hefur einnig áhrif á fleiri félög. Þetta er ekki bara vandamál hjá Manchester United,“ sagði Ralf Rangnick á blaðamannafundi Manchester United í gær. ESPN segir frá. Manchester United not being in Europe may help Ten Hag, says Ralf Rangnick https://t.co/P59gKcvDKf— The Guardian (@guardian) April 27, 2022 „Við sýndum með nýja samningnum við Bruno [Fernandes] að þetta er enn þá spennandi félag með nýjan knattspyrnustjóra og nýja nálgun,“ sagði Rangnick. „Þetta er ennþá mjög áhugaverður klúbbur og ég hlakka til að hjálpa Erik og öllum hjá félaginu að ná því besta úr liðinu og breyta allri nálgun okkar á næstu leiktíð svo að Manchester United geti orðið toppklúbbur,“ sagði Rangnick. Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum sínum og næsti leikur er á móti Chelsea á Old Trafford í kvöld.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira