Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2022 23:49 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18