Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2022 23:49 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18