Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2022 19:55 Ásmundur sagðist ekki getað beðið um mikið meira en það sem hans stelpur gerðu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22