Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu fyrirtækisins í dag.
Ef til vill kannast einhverjir Íslendingar við nafnið Skyrora, en félagið skaut á loft eldflaug frá Langanesi sumarið 2020, sem heppnaðist vel.
Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að það sé nú reiðubúið til að skjóta Skylark L eldflauginni á loft frá Langanesi, þar sem félagið er með færanlegan skotpall.
Eldflaugin er ellefu metrar á hæð og hefur fimmtíu kílóa burðargetu. Er þetta fyrsta eldflaug félagsins sem getur flogið hærra en 100 kílómetra frá yfirborði jarðar.
Upphaflega stóð til að skjóta eldflauginni á loft síðastliðinn september.
„Allt var til reiðu hjá Skyrora að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lokamarkmiði sínu, að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut umhverfis jörðu frá Bretlandi árið 2023, en staðið hefur á leyfum frá íslenskum yfirvöldum til að það takist, segir á vef fyrirtækisins þar sem þetta er kallað „óþarfa skrifræði“. Skorar fyrirtækið á íslensk stjórnvöld að veita leyfi fyrir eldflaugaskotinu.
Skot Skylark L flaugarinnar er sagt vera mikilvægt skref í átt að lokamarkmiði fyrirtækisins, sem er að skjóta enn stærri eldlflaug á loft frá Bretlandi á næsta ári, Skyrora XL.