Styrkjum fjölskyldutengslin Rannveig Ernudóttir skrifar 27. apríl 2022 09:00 Börnum sem líður vel, farnast vel. Því er velferð og rödd þeirra lykilatriði í þeirra umhverfi og lífi. Píratar vilja að Reykjavík sé barnvæn borg sem styðji fjölbreyttar gerðir fjölskyldna. Móta þarf þjónustu fyrir börn og fjölskyldur á forsendum þeirra frekar en hentisemi annarra, eins og atvinnulífsins. Hvað er barnvæn borg? Barnvæn borg er sveigjanleg eftir þörfum barna. Það er borg sem skilur að fjölskyldur og heimili eru alls konar, með mismunandi þarfir og gildi. Píratar leggja áherslu á að fræðsla og stuðningur sé helsta forsenda þess að auka jafnrétti á heimilum, samhliða því að tryggja og standa vörð um þarfir barna. Ungt fólk og nýir foreldrar hafa sterkar skoðanir á þróun í atvinnumálum sem og umræðunni um samræmi og jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Krafan er sú að vinnan sé skipulögð í kringum þeirra líf, en ekki að þau verði að skipuleggja líf sitt í kringum vinnuna. Viss störf falla vissulega ekki undir þá möguleika, þess vegna er mikilvægt að mæta fjölskyldum og börnum á þeirra forsendum. Það að verða við þessum kröfum setur velferð fjölskyldunnar í fyrsta sæti og spornar gegn foreldrakulnun. Ein leið til að auka jafnrétti og draga úr álagi á mæðrum er að efla feður sem vilja meiri hlutdeild í uppeldi og umönnun barna sinna. Þeir vilja stuðning og fræðslu um hvernig þeir geta sinnt sínu hlutverki vel og vandlega, til jafns við hitt foreldrið, en umfram allt til að efla tengslamyndun við börnin sín. Tengslamyndun og tengslaþorp Tengslamyndun er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið, þökk sé meðal annars félagasamtökunum Fyrstu fimm og fagfólki eins og Sæunni Kjartansdóttur sálgreini.Tengslamyndun byggir m.a. á þeirri hugmyndafræði, að strax á meðgöngu þurfi að huga að vellíðan barna og tengsl þeirra við sína megin umönnunaraðila, sem helst ættu að vera foreldrarnir. Í barnvænu samfélagi myndum við byrja á því að lengja fæðingarorlof í minnst tvö ár, því grunnþörf barns undir tveggja ára er nálægð við öruggt foreldri sem veitir því vernd og hlýju. Einnig er æskilegt fyrir foreldra og börn þeirra, að vera umkringd góðu tengslaneti af ömmum og öfum, eða öðrum nánum ástvinum. Saman mynda þau dýrmætt tengslaþorp í kringum fjölskylduna, sem hefur það hlutverk að styðja við hana. Tengslaþorp stuðlar einnig að góðri kynslóðablöndun og rífur niður aldursmúra, sem eflir líkamlega og andlega heilsu, fyrir okkur öll. Við þurfum hins vegar líka kerfi og úrræði sem grípa foreldra sem hafa ekki slík tengslaþorp. Hingað til hefur lausnin verið sú að auka sífellt þjónustuna í leikskólum. Er það besta lausnin fyrir börnin? Hvar ætlum við að draga mörkin og hversu eðlilegt er að sveigja til vinnutíma og umhverfi barna? Menntun og pössun Leikskólinn er menntastofnun, fyrsta skólastigið, en ekki barnapössun. Leikskólastarfið fer hins vegar fram á hefðbundnum vinnutíma og þá er auðvitað verið að gæta barnanna á sama tíma. Leikskólinn er börnum mikilvægur sem menntastofnun og er kappsmál að standa vörð um hann sem slíkan. Pössun fyrir börn er hins vegar annað úrlausnarefni sem þarf sína umræðu og lausnir. En börn ætti að passa á heimilum þeirra. Börn eiga að geta borðað kvöldmat heima, sofið í sínu rúmi, átt rólega stund eftir leik- eða grunnskóladaginn og leikið sér með dótið sitt, heima hjá sér. Það er dapurlegt samfélag sem tryggir ekki þessar grunnþarfir. Þegar þarf að kalla eftir pössun fyrir börn af því að foreldrar eru að vinna á óheppilegum tímum, þá er kannski eðlilegra að skapa lausnir sem gera barninu kleift að komast heim.Næst besti valkosturinn er að börn geti verið hjá einhverjum úr tengslaþorpi þeirra. Þriðji valkosturinn gæti hreinlega verið liðveisla eða stuðningsfulltrúi fyrir fjölskylduna. Leikskóli sem grunnþjónusta Þróun undanfarinna tuttugu ára, að auka stöðugt viðveru barna í leikskólum, skilaði okkur þeirri niðurstöðu að Ísland er í vafasömu sæti á lista OECD yfir dvalartíma barna á leikskólum.Af hverju er vafasamt að vera á þessum stað? Því börn sem eru of lengi í leikskóla yfir daginn eru í aukinni hættu á því að oförvast. Skynsamleg tímalengd í leikskólanum hefur hins vegar þveröfug áhrif. Áhrifin af góðri leikskóladvöl, hjá okkar magnaða fagfólki, eykur lífsgæði barnanna, veitir þeim góða grunnmenntun út frá leik, stuðlar að heilbrigðri félagsmótun þeirra og býr til félagstengsl í þeirra nánasta umhverfi, sem fylgir þeim svo í grunnskólann. Leikskólastarfið á að einkennast af stöðugleika þar sem börnum og starfsfólki líður vel og eru örugg. Píratar í Reykjavík vilja að leikskólar verði skilgreindir ekki bara sem fyrsta skólastigið, heldur líka sem grunnþjónusta, og séu því upphaf skólagöngu barna. Við viljum að leikskóladagurinn verði gjaldfrjáls og 6 stunda langur, líkt og grunnskóladagurinn. Besta leiðin til að brúa bilið er að lengja fæðingarorlofið Eðlilegast væri að brúa bilið með fæðingarorlofi til tveggja ára aldurs. Þá taki við formleg og lögbundin leikskólaganga sem heldur svo áfram með grunnskólagöngu. Því það besta sem við gerum fyrir börn er að styðja foreldra og tryggja börnum stöðugleika í umhverfi þeirra. Þar til við höfum náð þeim breytingum í gegn að fæðingarorlof barna uppfylli þarfir þeirra, viljum við Píratar í Reykjavík bjóða upp á aukið val fyrir foreldra til að brúa bilið, að hægt verði að velja milli þess að fá pláss í ungbarnaleikskóla frá 12 mánaða aldri, eða fá stuðningsgreiðslur með barni. Tillagan um stuðningsgreiðslurnar er ekki ný hjá okkur Pírötum en hana mátti einnig finna í fjölskyldustefnu okkar árið 2018. Það er enn okkar viðhorf að foreldrar séu fullfærir um að meta sjálfir hvað hentar börnum þeirra og þeirra fjölskyldulífi best. Það að skikka fjölskyldur í ramma er forræðishyggja sem okkur Pírötum hugnast ekki. Að lokum viljum við efla dagforeldrakerfið sem valmöguleika með því að styrkja faglegar stoðir þess. Slíkt mætti t.d. gera með því að líta til Norðurlandanna, þar sem dagforeldrakerfið er hluti af leikskólakerfinu. Þar fá dagforeldrar mun meiri stuðning, t.d. í formi fræðslu á vegum leikskólakennara, og eftirlit í gegnum leikskólakerfið. Með þessum tillögum fáum við tækifæri til þess að styðja við mismunandi þarfir fjölskyldna, á forsendum þarfa barnanna og fjölskyldna þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi og á framboðslista Pírata til komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Börnum sem líður vel, farnast vel. Því er velferð og rödd þeirra lykilatriði í þeirra umhverfi og lífi. Píratar vilja að Reykjavík sé barnvæn borg sem styðji fjölbreyttar gerðir fjölskyldna. Móta þarf þjónustu fyrir börn og fjölskyldur á forsendum þeirra frekar en hentisemi annarra, eins og atvinnulífsins. Hvað er barnvæn borg? Barnvæn borg er sveigjanleg eftir þörfum barna. Það er borg sem skilur að fjölskyldur og heimili eru alls konar, með mismunandi þarfir og gildi. Píratar leggja áherslu á að fræðsla og stuðningur sé helsta forsenda þess að auka jafnrétti á heimilum, samhliða því að tryggja og standa vörð um þarfir barna. Ungt fólk og nýir foreldrar hafa sterkar skoðanir á þróun í atvinnumálum sem og umræðunni um samræmi og jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Krafan er sú að vinnan sé skipulögð í kringum þeirra líf, en ekki að þau verði að skipuleggja líf sitt í kringum vinnuna. Viss störf falla vissulega ekki undir þá möguleika, þess vegna er mikilvægt að mæta fjölskyldum og börnum á þeirra forsendum. Það að verða við þessum kröfum setur velferð fjölskyldunnar í fyrsta sæti og spornar gegn foreldrakulnun. Ein leið til að auka jafnrétti og draga úr álagi á mæðrum er að efla feður sem vilja meiri hlutdeild í uppeldi og umönnun barna sinna. Þeir vilja stuðning og fræðslu um hvernig þeir geta sinnt sínu hlutverki vel og vandlega, til jafns við hitt foreldrið, en umfram allt til að efla tengslamyndun við börnin sín. Tengslamyndun og tengslaþorp Tengslamyndun er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið, þökk sé meðal annars félagasamtökunum Fyrstu fimm og fagfólki eins og Sæunni Kjartansdóttur sálgreini.Tengslamyndun byggir m.a. á þeirri hugmyndafræði, að strax á meðgöngu þurfi að huga að vellíðan barna og tengsl þeirra við sína megin umönnunaraðila, sem helst ættu að vera foreldrarnir. Í barnvænu samfélagi myndum við byrja á því að lengja fæðingarorlof í minnst tvö ár, því grunnþörf barns undir tveggja ára er nálægð við öruggt foreldri sem veitir því vernd og hlýju. Einnig er æskilegt fyrir foreldra og börn þeirra, að vera umkringd góðu tengslaneti af ömmum og öfum, eða öðrum nánum ástvinum. Saman mynda þau dýrmætt tengslaþorp í kringum fjölskylduna, sem hefur það hlutverk að styðja við hana. Tengslaþorp stuðlar einnig að góðri kynslóðablöndun og rífur niður aldursmúra, sem eflir líkamlega og andlega heilsu, fyrir okkur öll. Við þurfum hins vegar líka kerfi og úrræði sem grípa foreldra sem hafa ekki slík tengslaþorp. Hingað til hefur lausnin verið sú að auka sífellt þjónustuna í leikskólum. Er það besta lausnin fyrir börnin? Hvar ætlum við að draga mörkin og hversu eðlilegt er að sveigja til vinnutíma og umhverfi barna? Menntun og pössun Leikskólinn er menntastofnun, fyrsta skólastigið, en ekki barnapössun. Leikskólastarfið fer hins vegar fram á hefðbundnum vinnutíma og þá er auðvitað verið að gæta barnanna á sama tíma. Leikskólinn er börnum mikilvægur sem menntastofnun og er kappsmál að standa vörð um hann sem slíkan. Pössun fyrir börn er hins vegar annað úrlausnarefni sem þarf sína umræðu og lausnir. En börn ætti að passa á heimilum þeirra. Börn eiga að geta borðað kvöldmat heima, sofið í sínu rúmi, átt rólega stund eftir leik- eða grunnskóladaginn og leikið sér með dótið sitt, heima hjá sér. Það er dapurlegt samfélag sem tryggir ekki þessar grunnþarfir. Þegar þarf að kalla eftir pössun fyrir börn af því að foreldrar eru að vinna á óheppilegum tímum, þá er kannski eðlilegra að skapa lausnir sem gera barninu kleift að komast heim.Næst besti valkosturinn er að börn geti verið hjá einhverjum úr tengslaþorpi þeirra. Þriðji valkosturinn gæti hreinlega verið liðveisla eða stuðningsfulltrúi fyrir fjölskylduna. Leikskóli sem grunnþjónusta Þróun undanfarinna tuttugu ára, að auka stöðugt viðveru barna í leikskólum, skilaði okkur þeirri niðurstöðu að Ísland er í vafasömu sæti á lista OECD yfir dvalartíma barna á leikskólum.Af hverju er vafasamt að vera á þessum stað? Því börn sem eru of lengi í leikskóla yfir daginn eru í aukinni hættu á því að oförvast. Skynsamleg tímalengd í leikskólanum hefur hins vegar þveröfug áhrif. Áhrifin af góðri leikskóladvöl, hjá okkar magnaða fagfólki, eykur lífsgæði barnanna, veitir þeim góða grunnmenntun út frá leik, stuðlar að heilbrigðri félagsmótun þeirra og býr til félagstengsl í þeirra nánasta umhverfi, sem fylgir þeim svo í grunnskólann. Leikskólastarfið á að einkennast af stöðugleika þar sem börnum og starfsfólki líður vel og eru örugg. Píratar í Reykjavík vilja að leikskólar verði skilgreindir ekki bara sem fyrsta skólastigið, heldur líka sem grunnþjónusta, og séu því upphaf skólagöngu barna. Við viljum að leikskóladagurinn verði gjaldfrjáls og 6 stunda langur, líkt og grunnskóladagurinn. Besta leiðin til að brúa bilið er að lengja fæðingarorlofið Eðlilegast væri að brúa bilið með fæðingarorlofi til tveggja ára aldurs. Þá taki við formleg og lögbundin leikskólaganga sem heldur svo áfram með grunnskólagöngu. Því það besta sem við gerum fyrir börn er að styðja foreldra og tryggja börnum stöðugleika í umhverfi þeirra. Þar til við höfum náð þeim breytingum í gegn að fæðingarorlof barna uppfylli þarfir þeirra, viljum við Píratar í Reykjavík bjóða upp á aukið val fyrir foreldra til að brúa bilið, að hægt verði að velja milli þess að fá pláss í ungbarnaleikskóla frá 12 mánaða aldri, eða fá stuðningsgreiðslur með barni. Tillagan um stuðningsgreiðslurnar er ekki ný hjá okkur Pírötum en hana mátti einnig finna í fjölskyldustefnu okkar árið 2018. Það er enn okkar viðhorf að foreldrar séu fullfærir um að meta sjálfir hvað hentar börnum þeirra og þeirra fjölskyldulífi best. Það að skikka fjölskyldur í ramma er forræðishyggja sem okkur Pírötum hugnast ekki. Að lokum viljum við efla dagforeldrakerfið sem valmöguleika með því að styrkja faglegar stoðir þess. Slíkt mætti t.d. gera með því að líta til Norðurlandanna, þar sem dagforeldrakerfið er hluti af leikskólakerfinu. Þar fá dagforeldrar mun meiri stuðning, t.d. í formi fræðslu á vegum leikskólakennara, og eftirlit í gegnum leikskólakerfið. Með þessum tillögum fáum við tækifæri til þess að styðja við mismunandi þarfir fjölskyldna, á forsendum þarfa barnanna og fjölskyldna þeirra. Höfundur er varaborgarfulltrúi og á framboðslista Pírata til komandi borgarstjórnarkosninga.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar