Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 21:52 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi á dögunum. PA-EFE/PAUL WENNERHOLM SWEDEN OUT Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24
Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39