Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 21:52 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi á dögunum. PA-EFE/PAUL WENNERHOLM SWEDEN OUT Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24
Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39