Kjörsókn ekki minni síðan 1969 Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 08:04 Emmanuel Macron er fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri í heil tuttugu ár. AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka. Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13
Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent