Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2022 20:50 Jón Þór Hauksson, þjálfari íA, og Oliver Stefánsson. ÍA Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. „Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
„Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50