Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 19:22 Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“ Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira