Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 12:29 Kjörstaðir í Frakklandi loka klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum fljótlega eftir það. getty/hong wu Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins. Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun. Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Macron og Le Pen tókust einnig á í síðustu forsetakosningum árið 2017 en þar hlaut Macron 66 prósent atkvæða. Allar skoðanakannanir síðustu daga sýna forystu Macrons en hún er mismikil eftir skoðanakönnunum - hann mælist allt frá 6 til 15 prósentustigum á undan Le Pen. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kosningarnar í ár afar sérstakar - flokkarnir tveir sem áður voru stærstir hafi misst allt fylgi. „Þetta eru auðvitað feikilega óvenjulegar kosningar þó að þetta sé endurtekning frá því fyrir fimm árum síðan. En að sú staða sé uppi að stóru flokkarnir tveir, sem einu sinni voru stórir en eru nánast horfnir í dag, að þeir skuli vera fjarverandi gerir þetta auðvitað mjög sérstakt og skrýtið,“ segir Eiríkur. Því sé mun erfiðara að spá fyrir um fylgisþróun og að hve miklu leyti skoðanakannanir endurspegli fylgið sem frambjóðendurnir munu fá á kjördag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nái Le Pen kjöri hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir framtíð Evrópusambandsins.vísir/vilhelm „Þegar að það eru tveir utangarðsmenn, maður verður eiginlega að fella Macron undir það líka, að þá er bara erfiðara að segja fyrir um nokkra niðurstöðu og kannanir verða ekki eins öruggar eins og þegar um svona rótgrónari flokka er að ræða,“ segir Eiríkur. Myndi valda stærsta skjálfta í Brussel í langan tíma Macron er miðjumaður en Le Pen skilgreinist sem þjóðernissinnaður hægrimaður. Eiríkur gerir ekki lítið úr mikilvægi kosninganna: „Þetta eru mikilvægustu kosningar sem að Evrópusambandið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma.“ Le Pen hefur þó fallið frá fyrra áherslumáli sínu um að Frakkland gangi hreinlega úr Evrópusambandinu. „Þrátt fyrir það þá talar hún samt fyrir þvílíkri umpólun á bandalaginu að það jafngildir nánast því sama,“ segir Eiríkur. Hún vilji breyta sambandinu í hefðbundið milliríkjabandalag, draga úr yfirþjóðlegu samstarfi og vinsa ofan af peningamálasamstarfi með Evruna. Þetta eru auðvitað allt aðrar áherslur en Macron býður upp á sem hefur frekar vilja styrkja sambandið ef eitthvað er. „Kæmist Le Pen til valda í öðru af tveimur forysturíkjum bandalagsins þá myndi það valda jarðskjálfta af stærðargráðu í Brussel sem við höfum einfaldlega ekki séð í langan tíma. Og það í bandalagi sem er nú mjög plagað af skjálftavirkni svona yfirleitt,“ segir Eiríkur. Markmið Le Pen ekki endilega að sigra Hann segir að fyrir Pen snúist kosningarnar þó ekki endilega um forsetaembættið sjálft. „Ég held að staðreynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað forsetakjörið. Hennar markmið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona aðeins í stjórnmálum í Frakklandi, koma sér í ákjósanlega stöðu því að svo eru þingkosningar fram undan í júní. Þannig að niðurstaðan í dag gefur mikil fyrirheit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Eiríkur. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma og reiknað er með að fyrstu tölur, sem iðulega eru lýsandi fyrir lokatölur, birtist mjög fljótlega eftir lokun.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Evrópusambandið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent