Joaquín, sem verður 41 árs í júlí, var 23 ára þegar þessi síðasti úrslitaleikur Betis var spilaður. Á þeim leik var ungur stuðningsmaður Betis í stúkunni, Juan Miranda, sem var á þeim tíma 5 ára gamall.
Miranda er í dag 22 ára og spilar núna sem vinstri bakvörður Real Betis en Miranda skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Betis sem tryggði uppeldisklúbbnum hans 5-4 sigur í vítaspyrnukeppninni. Bæði Joaquín og Miranda skoruðu úr vítum sínum í gær en það eru heil 19 ár á milli þeirra í aldri.
Last time Real Betis won Copa del Rey, 5 year-old Juan Miranda travelled to Madrid to see the final, a final in which 23 year old Joaquín won with Betis
— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) April 23, 2022
Today 22 year old Miranda scored the winning penalty so that 40 year old Betis captain Joaquín could lift the trophy pic.twitter.com/DIsw8yCoaC