Markaðurinn hennar Kristbjargar er í bílskúrnum þeirra á Heiðarbraut 33 á Akranesi og er opið um helgar frá kl 13-17. Eins er hún dugleg að setja myndir inn á síðuna sína á Facebook – smella hér!

Kristbjörg er búin að opna bæði Instagram-reikning og Facebook-síðu og ég mæli með að þið fylgist með þar, en hún setur inn mikið af myndum af vörunum um leið og þær berast.
Antík og gamlir munir á Akranesi – Instagram
Antík og gamlir munir á Akranesi – Facebook

…ég þarf sko ekkert endilega að fara að versla, þetta er alltaf fjársjóðsleit og hjá henni Kristbjörgu er alltaf nóg af gulli að finna…
…Bjorn Wiinblad-munirnir eru alltaf svo fallegir, og þessi er engin undantekning…

…það er líka alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt og skrítið, sem þú finnur ekki alls staðar…

…alltaf endalaust af fallegum stellum og slíku…

…nóg til af fallegu snjóboltakertastjökunum…

…og svo bara hvað er að heilla þig?

…myndavélin er dásemd og svo er alltaf fallegt tekk til…


…og aftur, eitt og annað sem þú finnur ekki annars staðar…

Fleiri myndir má finna á síðunni Skreytum hús. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Soffía Dögg gerði um innlit á antíkmarkaðinn.