Menning

„Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Meðfylgjandi mynd er ein af þeim fyrstu sem Ragnar Axelsson tók. Hann var barn á þeim tímapunkti.
Meðfylgjandi mynd er ein af þeim fyrstu sem Ragnar Axelsson tók. Hann var barn á þeim tímapunkti. RAX

„Ég var alltaf með myndavélina um hálsinn,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem byrjaði að taka myndir ungur að aldri.

„Ég fékk lánaða gamla myndavél frá pabba, gamla Leicu. Hann sagði mér, þú átt að taka myndir og þú verður að vanda þig.“

Fremst í sýningarskránni fyrir nýjustu sýningu RAX, sem sett var upp í Þýskalandi, mátti finna myndir af bændum að veiða seli. Myndirnar tók hann tíu ára gamall. 

„Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag. Þeir báðu mig um að vera ekkert að flagga því. Ég stóð við það.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: RAX Augnablik - Á selaveiðum

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið

Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni.

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“

Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×