Störfin fyrir flóttamenn allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2022 23:05 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stöð 2 Um tvö hundruð störf eru nú í boði fyrir flóttafólk hér á landi eftir að Vinnumálastofnun auglýsti eftir störfum fyrir hópinn. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir miklu máli skipta fyrir aðlögun fólksins hér á landi að geta fengið vinnu. Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20