Erlent

Paludan og Stram kurs bjóða fram til þings í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Rasmus Paludan hefur talað harkalega gegn straumi innflytenda til Danmerkur og Svíþjóðar.
Rasmus Paludan hefur talað harkalega gegn straumi innflytenda til Danmerkur og Svíþjóðar. Getty

Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan og flokkur hans Stram kurs munu bjóða sig fram í sænsku þingkosningunum sem fram fara í september næstkomandi.

Landskjörstjórn í Svíþjóð staðfestir þetta í samtali við sænska fjölmiðla í dag.

Paludan og Stram kurs buðu sig fram til þings í Danmörku árið 2019, en þá tókst flokknum einungis að tryggja sér 1,8 prósent atkvæða og náði þar með ekki inn mönnum á danska þingið. Til að ná inn mönnum á danska þinginu þarf að minnsta kosti tvö prósent greiddra atkvæða.

Paludan hefur síðustu daga og vikur ferðast um Svíþjóð þar sem hann hefur staðið fyrir brennum á eintökum af Kóraninum, en Paludan hefur talað harkalega gegn innflytjendum og sér í lagi múslimum.

Frá óeirðum í Rosengård í Malmö.EPA

Um páskana heimsótti Paludan – eða hugðist heimsækja - Linköping, Norrköping, Örebro, Landskrona, Malmö og Rinkeby, úthverfi Stockhólms. Miklar óeirðir, sem beindust gegn lögreglu, brutust í kjölfarið úr á nokkrum stöðum í landinu og var ástandið sérstaklega eldfimt í Malmö.

Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna, þar af fjöldi fólks undir lögaldri. Á þriðja tug lögreglumanna særðust í óeiruðunum.


Tengdar fréttir

Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi

Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli.

Segir lög­­reglu hafa verið megin­­s­kot­­mark mót­mælenda

Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×