Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. „Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26
Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00