Sprengingin átti sér stað í Pniowek kolanámu JSW í Pawlowice stuttu eftir miðnætti á um kílómeters dýpi. Alls 42 námuverkamenn voru staddir í námunni þegar sprengingin átti sér stað og 21 var fluttur á spítala stuttu síðar.
Flestir hinna slösuðu voru illa brunnir að sögn lækna. Þrettán tóku þátt í björgunaraðgerðum en þær hafa verið stöðvaðar tímabundið.
„Björgunaraðgerðir hafa verið settar á ís þar til hægt er að endurreisa varnarvegg, sem verndar aðgerðastjórn,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu og bætti við að fjölskyldum verkamannanna hafi verið tryggð sálfræðiaðstoð.
Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands segir í yfirlýsingu að hann biðji fyrir námuverkamönnunum og fjölskyldum þeirra. Hann muni þá ferðast til námunnar. Jacek Sasin varaforsætisráðherra tók undir bænir Morawieckis á Twitter.
Bardzo smutna informacja. Zmarło 4 górników w wyniku wybuchu w Kopalni Pniówek. Trwają poszukiwania 7 innych. Poprosiłem, aby na miejsce pojechał wiceminister @piotrpyzik, który na bieżąco informuje mnie o sytuacji. Łączę się w modlitwie z rodzinami i bliskimi górników.
— Jacek Sasin (@SasinJacek) April 20, 2022
Hlutabréfavirði JSW höfðu fallið um 1,4 prósent klukkan átta í morgun vegna fregananna.