Fyrstur til að skora fimm deildarmörk mörk á sama tímabilinu gegn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Mo Salah skorar eitt af tveimur mörkum sínum. Clive Brunskill/Getty Images Það verður seint sagt að Manchester United hafi riðið feitum hesti gegn Liverpool í viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd var kjöldregið í báðum leikjum liðanna, markatalan 9-0 og þá skoraði Mohamed Salah samtals fimm mörk í leikjunum tveimur. Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira