„Ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti því sænska á Ásvöllum í dag í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2022. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, segir að íslensku stelpurnar eigi erfitt verkefni fyrir höndum. „Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum. EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum.
EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira