„Ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti því sænska á Ásvöllum í dag í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2022. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, segir að íslensku stelpurnar eigi erfitt verkefni fyrir höndum. „Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum. EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum.
EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira