Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2022 21:10 Frá Reykjanesi. Eldey sést sem lítill depill við sjóndeildarhringinn. Einar Árnason Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51