Í tilkynningu segir að tilgangur ráðstefnunnar sé að leiða saman sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og fræðimenn, og í raun alla þá sem áhuga hafi á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.
Ráðstefnan samanstendur af fimm málstofum þar sem framsögumenn flytja áhugaverð erindi og í kjölfarið fara fram líflegar pallborðsumræður með valinkunnum gestum.
Sjá má dagskrá ráðstefnunnar að neðan.
