Er tilgangur ASÍ að berjast gegn Eflingu? Barbara Sawka skrifar 19. apríl 2022 09:01 Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar