Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Lucas Perez á 48. mínútu þegar hann fylgdi skalla Ruben Sobrino eftir sem Marc-Andre ter Stegen hafði gert vel í að verja.
Þrátt fyrir þunga sókna Börsunga nánast allan leikinn tókst þeim ekki að skora og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Cadiz. Sigurinn lyfti gestunum upp úr fallsæti, en liðið er nú með 31 stig eftir 32 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Börsungar sitja hins vegar enn í öðru sæti deildarinnar með 60 stig eftir 31 leik, 15 stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar aðeins 21 stig er eftir í pottinum.