Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 21:30 Rasmus Paludan er danskur lögfræðingur sem hefur barist gegn innflytjendum á Norðurlöndum á hinum pólitíska vettvangi. Flokkur hans, Stram kurs, hefur þó ekki náð inn á danska þingið. Nú hefur hann velt af stað miklum óeirðum í Svíþjóð. News Øresund - Johan Wessman © News Øresund - Johan Wessman (CC Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur. Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17
Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14